Hvað gerir stéttarfélagið?

Í stuttu máli má segja að stéttarfélög séu félagasamtök launafólks sem ætlað er að gæta hagsmuna þess gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Stéttarfélög semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum og bjóða félagsmönnum sínum upp á margvíslega þjónustu svo sem útleigu orlofshúsa, námsstyrki og greiðslur úr sjúkrasjóðum.

Stéttarfélög á Íslandi er fjölmörg og skiptast eftir starfsgreinum og einnig landsvæðum.

ASÍ er heildarsamtök stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði en aðildarfélög ASÍ eru nú rúmlega 50 talsins. Launafólk er ekki félagsmenn í ASÍ heldur einhverju aðildarfélaga þess, þ.e. stéttarfélögunum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei