Fæðingarorlof

Allir foreldrar hafa rétt til að taka fæðingarorlof við fæðingu barns. Fæðingarorlof er mikilvægur réttur sem foreldrum er tryggður til að vera með barni sínu á fyrstu mánuðum eftir fæðingu þess.

Í fæðingarorlofi fær foreldri leyfi frá störfum en fær greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði.
Heildarréttur til töku fæðingarorlofs er níu mánuðir. Hvort foreldri um sig hefur rétt til þriggja mánaða orlofs en til viðbótar eiga foreldrar sameiginlega rétt á þremur mánuðum sem þau geta skipt á milli sín að eigin vali. Réttur til töku fæðingarorlofs fellur niður þegar barn nær 36 mánaða aldri.

Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eru tekjutengdar. Þá eru jafnframt gefnir miklir möguleikar á sveigjanlegri töku fæðingarorlofs.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fæðingarorlofssjóðs.

Með breytingum sem tóku gildi 1. janúar 2013 geta einhleypar mæður sem hafa gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypir foreldrar sem hafa einir ættleitt börn eða tekið börn í varanlegt fóstur eftirleiðst nýtt fullt fæðingarorlof, þ.e. sama mánaðarfjölda og foreldrar hafa samtals.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei